Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum 1804–1836

FJÖGUR LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Guðný var fædd á Auðbrekku í Hörgárdal 20. apríl 1804. Hún var dóttir séra Jóns Jónssonar frá Stærra Árskógi, sem þá var nýbúinn að fá veitingu fyrir Möðruvallabrauði, og konu hans, Þorgerði Runólfsdóttur, en þau voru þá farin að búa á Auðbrekku. Jón fékk síðan veitingu fyrir Stærra Árskógi 1817 og ólst Guðný upp á þessum tveim bæjum, næstelst sjö systkina. Guðný giftist Sveini Níelssyni 21. ágúst 1827. Sveinn varð svo djákni á Grenjaðarstað árið eftir og fóru þau Guðný þá að búa á Klömbrum. Þau eignuðust fjögur börn   MEIRA ↲

Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum höfundur

Ljóð
Brúðkaupsljóð – til að syngjast í samkvæminu. ≈ 1825
Endurminningin er svo glögg ≈ 0
Saknaðarljóð ≈ 1825
Sit ég og syrgi ≈ 1825–1850
Lausavísur
Hildur litla horfir upp í himinblámann
Stórri bón ég styn upp við þig, Stefán góður