Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Á kvöldin dólar kvensamur


Tildrög

Haraldur Zophaníasson var eitt sumar í síldarvinnu á Siglufirði. Bjó hann þar í brakka sem vani er. Eitt kvöld, seint, kom hann inn í herbergi það er hann svaf í ásamt sex eða átta öðrum mönnum. Voru þá allir háttaðir nema einn sem Haraldur saknaði og spurði hann hvar Georg væri. Honum var sagt að hann væri ekki kominn inn ennþá. Þá orti Haraldur þessa víxlhendu.
Á kvöldin dólar kvensamur,
kátur úti á götu.
Georg Ólafs gildur bur
gefur pútum mötu.