| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Það er ekkert efamál

Höfundur:Hjalti Haraldsson
Bls.43 - 29.ág.


Tildrög

1. Þessar vísur urðu til 30. okt. 1960 í eftirleitum á Grundarheiðum með Júlíusi Daníelssyni. 
Tíð hafði verið góð og uppi á Brennihnjúki höfðu þeir enga skepnu séð og þá varð fyrri vísan til.
2. Er þeir komu upp á hól einn blasti við fjárhópur á beit í dýjaveitu og þá gerði Hjalti bragarbót!
 
Það er ekkert efamál
allvel fæst það sannað,
að hér engin sauðarsál
sést eða nokkuð annað.

Það er ekkert efamál
allvel fæst það sannað
að víða leynist sauðarsál.
Seint er fjallið kannað.