| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Inni fyrir það í oss brýst

Höfundur:Hjalti Haraldsson
Bls.65-66


Tildrög

Eftir miklar endurbætur á  á Bragganum haustið 1966 á meðan gangnamenn voru á fjöllum.
Árni á Hæringsstöðum var fjallskilastjóri og Hjalti, sem sáu um framkvæmdir,  skildu eftir sig þessar vísur í gestabókinni.  Ánægður með dagsverk félaganna hefur Hjalti séð ástæðu til að minna á virðingarröðina í afréttinni.
Inni fyrir það í oss brýst
að auka tign þína Steingrímur.
Héðan af skaltu heita víst
hæstvirtur afréttar fjallkóngur.

Nú breiðum við undir þig besta plast
svo blundirðu aðeins um lágnættið.
Öðrum meira þú alltaf gazt
því ennþá snýr typpið upp á við!

Við því hlítum eflaust enn
enda fast í lögum,
Árni og Steini æðstu menn
eru á gangnadögum.

Þrátt fyrir frost og fannaél
frammi í dalabotni
okkur líður öllum vel,
ástarþökk sé Drottni.
Árna, Hjalta og Drottni.