| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Við hyllum Gunnar Hæringsstaða

Bls.105
Flokkur:Mannlýsingar


Tildrög

Að kvöldi gangnadags 15. sept. 1979 kom Gunnar Jónsson og Emma í Bragga með gjafabréf til Svarfaðardalshrepps fyrir skála, sem hann og kona hans höfðu keypt og ætlaður væri sem gangnamannaskýli.  Var þeim fagnað vel og fluttar nokkrar ræður og Hjörtur orti:
Við hyllum Gunnar Hæringsstaða
höfðingja bæði fyrr og síð,
og þökkum þessum góða og glaða
gangnamanni frá fyrri tíð.
Hans virðing blómstri ár og öld
eins og hún blómstrar hér í kvöld.