Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Við hyllum Gunnar Hæringsstaða

Heimild:Krosshólshlátur bls.105
Flokkur:Mannlýsingar


Tildrög

Að kvöldi gangnadags 15. sept. 1979 kom Gunnar Jónsson og Emma í Bragga með gjafabréf til Svarfaðardalshrepps fyrir skála, sem hann og kona hans höfðu keypt og ætlaður væri sem gangnamannaskýli.  Var þeim fagnað vel og fluttar nokkrar ræður og Hjörtur orti:
Við hyllum Gunnar Hæringsstaða
höfðingja bæði fyrr og síð,
og þökkum þessum góða og glaða
gangnamanni frá fyrri tíð.
Hans virðing blómstri ár og öld
eins og hún blómstrar hér í kvöld.