Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Tóti launar fundna féð

Heimild:Krosshólshlátur bls.69
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Í eftirleitum árið 1970 fundu gangnamenn m.a. tvo „eftirleguundanvillingspíska“, sem þurfti að reiða til byggða. Var annað í eigu Þórarins á Bakka en hitt átti Helga. Reiddi Halldór á Jarðbrú annað en Hjörtur hitt.  Var margt talað um væntanleg laun fyrir vikið og um það kvað Hjörtur vísuna:
Tóti launar fundna féð
með flösku og sælgæti.
En Helga á Bakka borgar með
blíðu og eftirlæti.