| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Ótilneyddur aldrei fer


Tildrög

Þeir félagar riðu ógjarnan fram dalinn að austan, en þó kom það fyrir eitt sinn.
Á Brautarhóli var þá mikil útisamkoma hvítasunnufólks og búið að setja hlið á veginn með flöggum og öðrum viðbúnaði. Félagarnir forðuðu sér sem skjótast vesturyfir ána.
Ótilneyddur aldrei fer
austurkjálka veginn.
Gin þar enginn gefur mér
allt gerist hinumegin.

En vesturkjálka veginn fer
það vita flestir líka
að ginið þar í ámum er
og engin trúarklíka.