| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Þynnist hár og þyngjast brár

Flokkur:Afmælisvísur


Tildrög

Þrennt þótti þurfa að fylgja hestamennsku, ef vel ætti að vera.
Svolítið af brennivíni, dálítil kvensemi og síðast en ekki síst hagmælska!
Kunnur hestamaður átti merkisafmæli, en hafði lítið sem ekkert fengið sér í staupinu
er hér var komið sögu.  Steini kvað stöku þessa til hans á afmælisdaginn.     
Þynnist hár og þyngjast brár
þegar árin líða.
Er við tárið orðinn fár
en alltaf klár að ríða.