| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Gæfan löngum gafst mér treg

Flokkur:Skáldaþankar


Tildrög

Ort þegar þunglyndi sótti að.
Gæfan löngum gafst mér treg
gleðisöngur flúinn.
Arka ég þröngan æviveg
alltaf göngulúinn.
- - - -
Ellin ríður öllu á slig
æsku fyrnast brotin.
Aldur færist yfir mig
andagiftin þrotin.
- - - -
Í draumórum æskunnar dagarnir líða
það dregur úr kröftunum, ánægjan þver.
Að sakna þess liðna, því komandi að kvíða
er kveifarlegt, hrinda því verð ég frá mér.