Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fleiri skallavísur

Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Skalli höfundar kom fyrir í kveðskap ýmissa, á skemmtunum á Dalvík.
Fleiri skallavísur

Í hrunadansi hafta, lána og styrkja
er harla fátt, sem vekur gleði og yl.
Skyldu ekki skáldin hætta að yrkja
ef skallinn á mér væri ekki til.

Framhjá mér á götu gekk ein „ skvísa “
guðdómleg, er degi tók að halla.
Hárin myndu á höfði mínu rísa
hefði ég ekki þennan djöfuls skalla.