| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Fleiri skallavísur

Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Skalli höfundar kom fyrir í kveðskap ýmissa, á skemmtunum á Dalvík.
Fleiri skallavísur

Í hrunadansi hafta, lána og styrkja
er harla fátt, sem vekur gleði og yl.
Skyldu ekki skáldin hætta að yrkja
ef skallinn á mér væri ekki til.

Framhjá mér á götu gekk ein „ skvísa “
guðdómleg, er degi tók að halla.
Hárin myndu á höfði mínu rísa
hefði ég ekki þennan djöfuls skalla.