| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Oft hefir margt í útvarpi


Tildrög

Hlustað á Eldhúsdagsumræður frá Alþingi í útvarpi 1952....
Oft hefir margt í útvarpi
yljað mínu geði.
En eldhúskvöld frá alþingi
ekki er mér til gleði.

Sitt af hverju alltaf er
alþingis á borðum.
Skrítið er að skemmta sér
að skítkasti í orðum.

Ei má vænta alls góðs frá
öllum smælingjunum,
þegar svona sýður á
sjálfum þingmönnunum.