Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ekki verða í tölvum taldar

Flokkur:Heillaóskir


Tildrög

Á sumardaginn fyrsta 1975 á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Með kveðju frá strákunum á stofu 7.
Ekki verða í tölvum taldar
tímastundir kærleikans.
Þið eigið skyldar þúsundfaldar
þakkir okkar góða lands.

Þið sem bætið blóð í æðum
á bækluðum og hrjáðum lýð.
Gefi ykkur Guð á hæðum
gæfuríka sumartíð.