| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15
1969-1970
Vorkoma

Vindar vorsins vekja þrótt
vaxa grös að nýju.
Ég hef alla ævi sótt
yndi í dala hlýju.

Að kvöldi dags
Blærinn strýkur blítt um kinn
ber mér kveðju dagsins .
Alltaf vekur unað minn
yndi sólardagsins.

Hugsað heim
Mikið geymist mynd þín skýr
man þig sprund og halur.
Æskuminning yndis hýr
ertu Hjaltadalur.

Vaknað við vorsöng
Í fjarska heyri fuglaklið
fer að birta inni.
Unun er að vakna við
 vorsins fyrstu kinni.

Að kvöldi dags
Lít ég upp í loftið bláa,
ljómi drottins við mér skín.
Þessi hvelfing himin háa
heillar núna augu mín.

Samferðamenn spáðu éli
Sendu drottin sól í hug
svo að þorni stráin.
Og að víkja verði á bug
veðrakalla spáin.