Sólarblómið | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Sólarblómið

Fyrsta ljóðlína:Seg mér litla Sólarblóm
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Seg mér litla Sólarblóm
sem ástina mér bar,
eru þettar minningar
um það sem eitt sinn var.

Stundum er ég horfi
á myndina af þér,
kinka blómin kolli
og brosa við mér.

Hver er þessi ungi sveinn
sem stendur blómlegg hjá?
Hugsar hann um augun þín
sem sindra stjörnu blá.

Ertu að vökva blómin
með augna þinna brá,
eru þetta gullregn
sem falla jörðu á.

Þú veizt litla Sólarblóm
hve tilveran er stór,
þeirra sem að unna
hann aldrei burtu fór.

Undu sæl með ungum sveini
Sólarblómið frítt,
vindur hvíslar sefinu í
og allt er orðið nýtt.

Því þú komst, litla Sólarblóm
og aldrei burtu fer,
hvíslaðu að mér minningum
um það sem var og er.