Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kínverska stúlkan

Fyrsta ljóðlína:Vinur minn í Kína
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Sigrún hafði miklar mætur á Kína og öllu sem kínverskt er......
Vinur minn í Kína
veistu hver ég er,
ég er litla stúlkan
sem eitt sinn dvaldi hér.

Bjó í litlum kofa
og hrís á ökrum bar,
átti sína drauma
og hungrið innan skar.

Stúlkan sem gleymdist
og enginn þóttist sjá,
undarlega oft útundan
urðu börnin smá.

Stúlkan sem núna
í freslinu býr,
vindur strýkur kinnar
og faðmur vina er hlýr.

Hún á nóga auðlegð
og af andagift gnótt.
Í norðrinu býr friður
og burtu er nótt.

Ég er þessi stúlka
sem allir þekkja og sjá,
stúlkan sem dvelur
nú Norðra kóngi hjá.

Vinur minn í Kína
veistu hver ég er,
ég er litla systir þín
sem eitt sinn dvaldi hér.