Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Brúnu augun

Fyrsta ljóðlína:Í barnæsku dreymdi mig
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Í barnæsku dreymdi mig
augun þín brúnu
í sérhverjum manni
sem mætti ég þá.
Ég sá þessi augu
í vöku sem draumi,
þau lýstu mér til þín
uns fékk þau að sjá.

Og svo kom sú stund
er ég sá þessi augu.
svo geislandi af lífi
und glitrandi brá.
Ég á þessi augu
þau munu mér fylgja,
í sorg sem í gleði
í börnunum smá.