Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Stjörnur

Fyrsta ljóðlína:Litskrúðugar ljósperlur ljóssins himinsala
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Hér yrkir Sigrún um stjörnur himinsins himins.....
Litskrúðugar ljósperlur ljóssins himinsala
leifrandi nú þjóða
um loftin til og frá.
Iðandi af lífi í dældum himindala
litróf himins skapa
sem mannabörnin sjá.

Í óravíddum himingeymsins
áfram hnettir líða
og héðan mæna menn
sem stjörnur stara á.
Á sumum þessa hnatta
er fólk sem er að bíða
og leita einhvers æðra
sem þar er ekki að fá.

Þar unga sé ég stúlku,
sem er að mjólka kúna
og ungan mann sem situr
með fiðlu fossi hjá.
Í kyrrðinni þau una
og hann dreymir um brúna
og hana langar ofurlítinn
hárborða að fá.

Á öðrum stað er framtíðin
þar enginn þarf að tala
þú styður bara á takka
og sjálfur ferð í gang.
Menn svífa þar um loftin
um fjöll og græna bala
og þá sem mest þú unnir
þar færðu þá í fang.

Á einum stað er heimsstyrjöld
á öðrum algjör friður,
hjá máttarvöldum alheimsins
menn óskir sínar fá.
Einn vill halda áfram,
en annan langar niður.
Sumir höndla hamingju
en aðrir þjást og þrá.

Í sólkerfanna dansi
um fagra himingeyma,
með ótal gylltum hnöttum
sem sindra kvöldum á.
Menn stara, vona og bíða,
í framtíð um það dreyma
að seinna fái að líta
þessi stjarnheims undur há.