Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Alda

Fyrsta ljóðlína:Slitinn er þráður, ævikvöld á enda
Viðm.ártal:≈ 1975
Slitinn er þráður, ævikvöld á enda
ástvinir kveðjast,
allt er kyrrt og hljótt.
Á morgun vaknar sólin
og vermir kaldar hendur.
Golan þurrkar tárin
og aftur gróa sárin.

Hvert varstu að fara
þú er mest ég unni,
aftur þig að hitta.
Þótt skiljum nú um stund
í leyndum minnar sálar
ég vaki og veit þú bíður.
Hjarta mitt er kramið,
þú finnur hvað mér líður.

Svo vertu sæl mín Alda,
nú leyst þú ert frá þrautum,
í fögnuði og frelsi
þú farin ert nú heim.
Þar ástvina á fundi
sem áður ei þú mundir
endurvakinn lífskraftur
og nýjar sælustundir.

Því nær þú stóðst þeim herra
er hér við mest á trúum.
Þeim kærleiksríka ástvin
er boðar frið og ró.
Aftur þig að heimta
úr helju svartrar nætur
í birtu lífs þú lifir
en ástvinurinn grætur.

Nú hlutverk þitt er liðið
í þessum jarðlífs skóla,
þann þrautaveg að ganga
er margan hittir stund,
seinna þig að hitta
á lífsveginum langa.
Lifðu heil um eilífð
við fögnum endurfund.