Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Mér finnst

Fyrsta ljóðlína:Mér finnst ég vera
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Hugsanir höfundar um lífið og tilveruna.
Mér finnst ég vera
svo ógnarlega smá.
Í hnattanna alheimsins dansi
sem ungbarn í vöggu
með augu svo blá,
smávaxin bátskel
um ólgandi sjá
fagnandi lífinu
vonandi að einhver mér ansi.

Mér finnst ég vera
sem blómið er grær
á grundinni þar sem þú gengur,
blómið sem opið mót sólinni hlær
drjúpandi höfði
ef regnið það slær
blómið sem þráir
að lifa og ilma hér lengur.

Mér finnst ég vera
sem ilmandi grein
angandi af furu og barri
snjókorn sem svífur
og sest svo á stein
syngjandi vindur
sem strýkur um hlein.
Ljósið sem lifir
þótt stormur og hríð
úti svarri.