Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Biðin

Fyrsta ljóðlína:Ég sit hér og bíð
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Ég sit hér og bíð
eftir þessu sem er,
en tannhjól tímans
það fer framhjá mér.
Í framtíð er þetta
sem enginn hér sér
en allir við glíma
að sjá, hvað það er.

En hvað er þá þetta,
sem allir nú þrá,
að sjá fram í tímann
að finna og fá.
Í sérhverju hjarta
býr löngun og trú,
að framvegis verði
allt bjartara en nú.