Síldin | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Síldin

Fyrsta ljóðlína:Fjörðurinn fyllist af fjöri og síld
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1950-1960
Flokkur:Daglegt amstur

Skýringar

Síldarárin í hnotskurn.....
Fjörðurinn fyllist af fjöri og síld
fyllast nú flóar og vogar
sett er í tunnur og engin er fýld
planið oss öll til sín togar.
Hrópað er, kallað er, komið með tunnu,
komið með salt, því að tómt er hjá Gunnu.
Því síldin þá seiðir á ný út á haf
og fjörðurinn ljómar við gyllt skýjatraf.

Bátarnir koma og löndun þeir fá,
verksmiðjur mala þar gullið.
Stúlkur í pilsum með krossböndum á
í stígvélum skera í sullið
hausana, slógið og síldina í bjóðið
saltið og kryddið, það er nú lóðið.
Í tunnurnar fer hún og merki ég fæ.
Ég rétt hef nú tíma að horfa út á sæ.

Áfram er haldið hér nætur sem dag
á miðum er síldin og fiskur.
Bátarnir bæta nú landsins hag
í saltið er borinn diskur.
Fiskur í frystihús, stúlkurnar flaka,
úti á miðunum karlarnir skaka,
nótinni er kastað og mikið hún fær
gleðjast í landi, hver gumi og mær.