Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sveitin mín

Fyrsta ljóðlína:Hátt upp á sjónarhól sat ég
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1940

Skýringar

Hér yrkir Halldór um bernskustöðvarnar í Svarfaðardal.
Hátt upp á sjónarhól sat ég,
sá yfir dalinn minn fríða.
Æskan svo indæl og blíð
upp hjá mér rifjaðist þá. -
Þegar ég bljúgur sem barn
byggði mér hús undir steini,
átti ég glæsileg gull,
geymdi þau vandlega þar.

Mest hafði´eg mætur á leggjum,
að mála þá græna og bláa,
bandspotta batt ég um þá,
bólu í endann ég rak.
Það voru fjörugir fákar
og folöld hjá mæðrunum sínum,
kindurnar kroppuðu´ á beit
kýrnar í hagann ég rak. -

Nú eru gullin mín glötuð
og húsin öll hrunin til grunna,
Svarfaðardalur er samt
sólfagur eins og hann var.
Þar skal ég vinna mín verk,
vaka´ yfir dýrum og húsum.
Þar skulu leikföng míns lífs
líta sinn upprisudag.

Vallgróna svarfdælska sveit
signi þig Drottinn og blessi.
Hér vil ég bera mín bein
berskustöðvunum á.