Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kaupstaðarferðin

Fyrsta ljóðlína:Á mánudaginn mátti ég fara í bæinn
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1936

Skýringar

Skemmtileg frásögn af kaupstaðarferð úr sveitinni.....
Á mánudaginn mátti ég fara í bæinn
töltandi með tóman dúnk
til að kaupa á hann slúnk.

Til Bensa gekk ég glaður mjög að vanda,
olíu þar á hann fékk,
út frá honum síðan gekk.

Í kökubúð ég kaupfélagsins vendi,
keypti ég fyrir krónu þar,
kaffibrauð til hressingar.

Síðan keypti ég kíló eitt af sykri
í orlof handa auðalín
sem á að verða konan mín.

Ég ,,spanderaði „ splúnku nýrri húfu,
til heiðurs upp á hausinn minn
hún á að passa skáldskapinn.

Bar mig þá að búðarglugga einum,
himneskt bindi hitti ég þar
herrunum til glaðværðar.

Inn ég gekk og ofan tók ég hattinn.
Brátt ég vildi bindin sjá
á borðið lagði hann hrúgu þá.

Valdi ég eitt er veglegast mér þótti,
á Akureyri er ekkert slíkt
ekki er þetta mikið ýkt.

Kvaddi ég og keikur hélt úr bænum,
heim í Ás með hressi brag
heiðri og blessi þennan dag.

Bróður mínum bindið vil ég gefa.
Beta á það bindur hnút
svo betur geti litið út.

Svo skalt þú til Siggu þinnar fara,
er blómarósin bindið sér
blessaður hún tekur þér.

Í veisluna þú verður mér að bjóða
fyrir bindið bróðir minn
best að enda skáldskapinn.