Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gangan

Fyrsta ljóðlína:Þú og ég á göngu
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Þú og ég á göngu.
Bara þú og ég.

Skipin vagga sér létt
við hvítmálaða bryggjuna,
þýtur vor í lofti
undarlegur blær í lofti.

Tíminn stendur kyrr,
kemur aftur.

Ung stúlka í síðum kjól.
Ilmur af sápu, ávöxtum og trjám.
Allt er sem fyrr.

Gatan okkar,
manstu götuna okkar?

Með litlum hlæjandi gluggum
í hverju húsi
og búðina þar sem menið fékkst,

lagt um ungan háls,
vor í lofti
og blik í bláum augum.

Þú straukst svo létt
um litla hönd,
stungna í múffu
úr mjúku skinni.

Þú sást mig
og ég sá þig,
stóru trén við tjörnina
og litla önd í sefi
þar sem stráin flutu
í mjúkum hring
í lítilli iðu.

Nú gengur þú þinn veg
og ég minn.

Enn er vor í lofti,
blik í bláum augum.
Ung stúlka í síðum kjól
með litla hönd í mjúku skinni.