Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Morgundöggin

Fyrsta ljóðlína:Hefurðu kropið við blómsins beð
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Sigrún var mikið gefin fyrir að fara út í náttúruna og tína grös til að nota í te eða græðandi smyrsl.
Hefurðu kropið við blómsins beð
er blikandi blöðin
með morgundögg opnast.
Lagt þína hönd
að moldinni mildu
og mulið milli handa þér
þvílíkt undur.

Kreistu svo lófann,
þú frjómagnið finnur,
fagnandi ormur
í jörðina rennur.

Frjómagnið jarðar
í morgundögg finnur,
blautur á hnjánum
og sæll þú vinnur.