Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hafmey

Fyrsta ljóðlína:Ég lék mér í brimsins öldum
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Flokkur:Náttúruljóð
Ég lék mér í brimsins öldum
á brjóstum mér hafið hló.
Hár mitt var sítt
og bylgjaðist mjúkt.

Í fjörunni lágum við
og létum sólina verma
saltstorkinn líkamann.

Litlir brúnir kroppar
tipluðu á steinum
innan um skeljabrot og þang.

Þú horfðir í sægræn augu mín
og sást hina týndu paradís
speglast í þeim,

þar sem aldintré og pálmar
vögguðu mjúklega
í vermandi sól.

Í djúpinu, sagðir þú
sefur hún, sú paradís
sem við áttum.

Og augu þín leituðu
í þá átt
þar sem landið hvarf.