Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Lindin sagði

Fyrsta ljóðlína:Léttir svífa dúnhnoðrar
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Léttir svífa dúnhnoðrar
umbláan himingeim.

Sátu tvö við stofn
hinnar stóru eikar.

Þar vindurinn bærði laufið
og hjörðin sást í fjarska.

Þar sátu áður elskendurnir
og hjúfruðu sig
í unaði líðandi stundar.

Og eikin breiddi út
sitt volduga lim, svo lauflétt

að tók út yfir ungviðin tvö
og lindin, er átti upptök sín

falin í mosató,
millum stórra steina
sagði við steinana:

Ég hélt að það væri himininn
þegar augu þeirra birtust í vatninu.