Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Eg vil ...

Fyrsta ljóðlína:Eg er hraustur - eg vil lifa
Heimild:Sóldægur - ljóð bls.94 - 95
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1915 - 1921
Flokkur:Lífsspeki

Skýringar

Úr syrpunni VILLIBLÓM frá 1915 - 1921.
Eg er hraustur - eg vil lifa.
elska, kanna, finna til.
Eg vil sokknum björgum bifa,
bratta tinda aleinn klifa,
mína bók með blóði skrifa,
brimin sigla á lífsins hyl.

Eg vil vaka, skilja, skapa,
skjálfa af hljóðri, sterkri þrá.
Eg vil sigra - aftur tapa,
ýmist stíga eða hrapa,
- allra víta ógnir sjá.

Eg vil storma stærri, meiri,
stórsjóana þyngri, fleiri
alt um kring minn opna bát.
- Eg vil syndga svo eg heyri
samviskuna bresta í grát.

Eg vil faðma, fyllast eldi,
finna lífsins hjartaslátt,
allra sálna andardrátt,
finna geisla af guðdómsveldi
glitra í brjósti dag og nátt.

Eg vil hrópa út í geima:
Ertu þarna, drottinn minn!
Eg vil finna almátt þinn.
- Eg vil finna hárra heima
hafdjúp streyma í sál mér inn.