Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sveinsstaðaafréttin

Fyrsta ljóðlína:Hingað sækir hugurinn
Heimild:Krosshólshlátur bls.73
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1962

Skýringar

„ Hjalti hafði allt til að bera sem gangnamaður í Sveinsstaðaafrétt: Léttur á fæti, oftast vel ríðandi, mikill söng- og gleðskaparmaður og ekki síst frábær hagyrðingur og rómantískt skáld!“
Hingað sækir hugurinn.
Hingað víst ég rata.
Hingað töltir hesturinn.
Hingað slétt er gata.

Hér er glasi í hendi lyft.
Hér er vættur gómur.
Hér er doða og harmi svipt.
Hér er söngva ómur.

Hér er ekkert halt né grett.
Hér er bjart um sviðið.
Hér er fákum hleypt á sprett.
Hér af nautn er riðið.

Heim við safnið höldum með.
Heim er besta áttin.
Heim við röltum hýrt með geð.
Heim - og byrjum dráttinn.