Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vígslustef til nýja skálans

Fyrsta ljóðlína:Vel hafa unnið verk sem kunnu
Heimild:Krosshólshlátur bls.107
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1980

Skýringar

Stekkjarhús var óformlega vígt í fyrstu göngum 1980 . Fjöldi gesta hafði lagt leið sína fram eftir neðan úr byggð. Kveikt var í bálkesti úr afgangstimbri og síðan slegið upp kaffiveislu og lesin upp þrjú ljóð eftir Harald, sem hann hafði ort af þessu tilefni. Hin eru Hinsta kveðjan og Gamli bragginn mælir.....
Vel hafa unnið verk sem kunnu
völundar hagir í besta lagi.
Bygging trausta bragnar reistu,
býður skjól og hvíldarstóla.
Sýnist við hæfi - samt í hófi -
súpa á úr fleygum gljáum.
Æ sé til reiðu giftugreiði
gangnamönnum í leitarönnum.