Án tiltils | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Án tiltils

Fyrsta ljóðlína:Ó, jarðarlíf, þú mannsins mikla hnoss
bls.248
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1959

Skýringar

Hjörtur yrkir eftirmæli til móður sinnar, sem var nýlátin og sendir í bréfi til föður síns seint í febrúar 1959. Hann lá þá þungt haldinn á sjúkrahúsi syðra.
Ó, jarðarlíf, þú mannsins mikla hnoss
þú mjúka jörð, þú blíði sólarkoss.
Ó, fósturjörð með öll þín blóm og börn,
þú bjarti, græni dalur, urðir, tjörn.

Ó, fagra líf, hve heitt þér unni hún,
sem hvílir hér og dauðans sigurrún
nú hefur bliknaða til moldar merkt
og mjúkum dráttum hennar vanga snert.

Hún unni þér með öll þín bros og tár
og öllum nýtum gróðri daga og ár,
hún hlúði og stormum varði mildri mund
af móðurkærleik hverja vökustund.

Sú ást var traust og hennar hönd var styrk
til hjálpar hverri þörf og mikilvirk
að bæta og fegra meir sinn mælda reit
og menning efla í vetrarkaldri sveit.

Og samt sem áður, dauði þakka ég þér
hve þú varst mildur henni er sefur hér,
að kalla mömmu brott svo hægt og hljótt
til húsa þinna slíka friðarnótt.