Drýpur dapurt regnið | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Drýpur dapurt regnið

Fyrsta ljóðlína:Drýpur dapurt regnið
bls.193
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1944
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Íslendingar í Edinborg höfðu komið saman og kosið um skilnaðinn við Danmörk, en höfundur var þar í námi. „ Mér er óhætt að segja að hér eru allir hraðskilnaðarmenn og eindregnir lýðveldissinnar, “ skrifar hann móður sinni (4.maí 1944). En illt var að vera að heiman á slíkum merkisdegi þjóðarinnar. ( Spor eftir göngumann bls. 193 )
Drýpur dapurt regnið,
dynja strætin auð.
Holdið mitt er sælu svipt,
sálin reginsnauð.

Drýpur dapurt regnið,
dimman ríður í hlað.
Skilja þúsund mílur mig
frá mínum hjartastað.