Formannsvísur 1788 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Formannsvísur 1788

Fyrsta ljóðlína:Náms úr nausti leiddur
Höfundur:Björn Gíslason
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1788
Flokkur:Formannavísur

Skýringar

Vísurnar, 26 að tölu orti Björn að beiðni vinar síns Sigfúsar Rögnvaldssonar, síðar bónda í Dæli,
en þær eru um svarfdælska skipstjórnarmenn.
Enn vanta 7 vísur uppá, en þær koma síðar.
Náms úr nausti leiddur
Nýráðs karfinn er,
ljóta lagi sneyddur
lagaður ei sem ber.
Rétt af ræðulandi
rennur Óms um fjörð,
þó seint seglum andi
syrpuélin hörð.
Mig bað láða móins Þór,
mærð fá tjáða af sagnakór,
um þá sem ráða þóftujór
þessa hrepps á jörð.

Benedikt á dælu
dýri situr hátt,
kaldrar norðankælu
krympast ei við slátt.
Leggur furðu langa
línu í djúpan sjó.
Fisk því margan fangar
fermir aflakló,
flyðra, ýsa, háfur, hlýr
honum er vís og þorskur nýr,
keila, lýsa, karfinn rýr,
kolar og langan mjó.

Nú skal Þorleif nefna
njótum sverða með.
Þessi þorir stefna
þrummungs út á beð.
Hvals þá heila skekur
Hræsvelgs anda gnýr
hefring hart upp vekur
hún þá undan snýr,
og reisir mökkur hátt við haf
hríðar klökkum beygir af
út með bökkum, áls um vaf,
örva sækir týr.

Jón á Sökku sinni
sérlegt heldur bú,
svalamaður minni
margur gerist nú,
sjóveðrin ei síður
sér kann færa í nyt.
Hafs þá hindin skríður
hans á laxafit,
hringaþorn ei hræðist grátt
himnakorn úr norðurátt.
Gýmis norn þó geysi hátt
af gyllings vængjaþyt.

Guðmundur ég greini
göltinn eyjabands,
fram á fiskileyni
fyrir utan stans.
Gjarnan lætur ganga
getur ei sofið rótt.
Hann með hörku stranga
hremmir aflagnótt.
Þó rísi hrönn af reiði blá,
risatönnum skellur á,
hvals úr rönnum hvergi smá,
hreysti sýnir þrótt.

Gjöri ég enn að greina
Gísli á Ystabæ,
virðum veitir beina
víst það sannspurt fæ.
Burðarmaður besti
af brögnum haldinn var,
ræðari manna mesti
mörgum langt af bar.
Hrannar ljóni hrindir sá,
hrefnu frónið tíðum á,
sín með hjón þó séu smá
sér til lífsbjargar.

Erlend nefnir óður
einn formanna hér,
er nú ellimóður,
orðinn hringaver.
Flýgur um fuglakæti,
ferðagreiður hans
fram um flyðrustræti
fálkinn eyjabands.
Vendir spakt er veiði nær,
með vængjablakt á hliðar tvær.
Mér er sagt, þá fylli fær,
fljúgi hann til lands.

Rögnvaldsson ég segi
Sigfús Karls að á,
sem á sækóngs vegi
sæki þegar má.
Mennta prýddur mæti,
manna ræmdur best.
Þegn um þorskastræti
þenur ölduhest.
Lukkuhraður lífs um mund,
lyndisglaður hverja stund,
aflamaður hafnarhund,
hlöðnum stýra sést.

Hallson Björn ei brestur
burði, þol né hug,
fær að verki flestu
fyrir karlmanns dug.
Knár á karfasvæði
um klifið eyjabands,
síðan sest að ræði
séð hef ég það til hans.
Svo öldublængur einatt má
ofra vængjum til og frá,
hvalasæng nær heldur á
hirðir drekalands.

Hirðir hafnar bríma
frá Hreiðarstöðum Jón,
sá um sumartíma
sækir þorskafrón.
Burt frá svörtum bakka
þó belji dröfn um flúð,
lætur fleyið flakka
fyrir Gvendarbúð.
Leggur skipi sínu senn,
sveigir lipurt róðurinn
í einum svip með öflga menn,
aldan mætir súð.

Enn skal tjá í óði
aflagefinn mann,
sem á beinviðs blóði
brögnum ráða kann.
Brekkubúið heldur
ber sá heiti Jóns,
vettling sínum veldur
Viðblindsgaltafróns.
Hlaðinn rakka letilaust
lætur flakka vor og haust,
við Kalsárbakka kemst í naust
kvistur elda lóns.

Jón í Árgarðs inni
öldu vætir skíð,
hann á hörku sinni
heldur lífs um tíð.
Fátækt sér að forða
fimlega stundar sjó,
hefur ei til orða
þó aldan grenni ró.
Hlunns á vargi sækir sá,
sér til bjargar djúpið á,
fær þar margan fisk að sjá
farsæl aflakló.

Honum Jóni á Hóli
hér við bæta skal,
fjarri flyðru bóli
fram í Svarfaðardal.
Út á lygru linda
lætur ára björn
undir segli synda
þó sjáist ránar börn.
Þá stormur eltir strengja jór,
stýris geltir krókur mjór
og bátnum veltir bylgja stór
bestu sýnir vörn.

Björn í Holti hefur
hásetanna ráð,
sem örðug ellin vefur
svo af er harkan máð.
Mundar mjalla gætir
mörgum fremri var,
hann á síldar sæti
sótti hleðslurnar.
- - - - - - -
geymir skjóma þreytti við
huglar dróma hæð á snið
hlunnadýrið skar.

Hallur Hrapps- á stöðum
herlegt bú geymir,
leið á laxatröðum
líka kynnir sér.
Út á ölduhesti
eg svo rómað finn,
varamaður mesti
mikið aðgætinn.
Á fyldings heiði fiskar hann,
fermir skeið með afla þann,
heim á leið svo halda kann
að hirða aðdrátt sinn.

Þórðarson ei þrýtur
þol né orkudáð,
hans þá fleyið flýtur
fram um síldarláð.
Víkur burt úr vörum
vikur eina og tvær,
af því aflakjörum
artuglega nær.
Naddarjóðum aflar yls,
út á slóðum gedduhyls,
yggur hljóða örvandils
Upsabátnum rær.

Hermir svo hróður
á Hóli Rögnvaldur
býr bóndi góður
brögnum vinveittur.
Hans á höfrungsteigi
hvarma lítur rún,
renna rétta vegi
rostungsleiðar hún.
Fiskinn veiðir sið með sinn,
selinn meiðir skutullinn,
hann og deyðir hákarlinn
hafs við ystu brún.

Er hann elsti niður
af ýtum nefndur Jón
öðrum ekki miður
út um karfa lón.
Hafnar haukur fljúga
hans fær marga stund.
Hann með hörku drjúga
hrausta reynir mund.
Bratta skafla beitir á
nær blástur hafla feitir þá.
með list að afla leitar sá
um lyngbaks víða grund.

Vigfússon á Sauða-
situr -nesi Jón,
rastarlogans rauða
runnu báru ljón.
Eftir megni mæðir
miklum afla nær,
hann um steinbíts hæðir
heppni marga fær.
Árum flengja alheimssal
undir spreng sá halur skal,
veldur streng í valadal
þá voðina þenur blær.