Gamanbragur um góða félaga | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Gamanbragur um góða félaga

Fyrsta ljóðlína:Þá er það fyrst vinur okkar Valdi
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1960-1970
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Ort í tilefni af þorrablóti hjá Verkalýðsfélagi Dalvíkur á árunum 1960-´70

Þá er það fyrst vinur okkar Valdi,
á verkstæðinu situr bara holdi.
Gegn og góður krati sá gamli áður var,
en líkar orðið illa við íhalds brúðirnar.
Valdi minn þér verði allt til gæfu.
Valdi minn hvernig líður Kæfu.....
Valdi minn.....

Við landbúnaðinn Valdi ei virðist slakur,
hann ver nú miklu fé í stóran akur.
Himinháar byggingar hafa risið þar,
því hundrað skulu seinna verða Kæfudæturnar.
Valdimar, er virðulegur krati
Valdimar, stendur hvergi á gati.....
Valdimar.....

Í græna skúrnum unir Eiki glaður
enda frekar rólegheitamaður.
Olían er orðin hans aðal tekjulind,
þeir ætla á næsta dagatal að setja af honum mynd.
Eiríkur olíuna selur.
Eiríkur sáralitlu stelur ......
Eiríkur.....

Ekki skal ég að því getum leiða
hvað Eiríkur í skatta þarf að greiða,
en æði mikill tími fer í hans skýrslugerð.
Eflaust nuggar hendurnar, því vandi er á ferð.
Eiríkur hjá Essó var um tíma
Eiríkur rukkar gegnum síma.....
Eiríkur....

Steinholtsbúið stendur nú með blóma.
Stærðin verður Eiríki til sóma.
Á hann ærnar horfa og ætla að segja me
en öllu breytir olían, svo úr varð B og P.
Eiríkur ætti að búa sunnar,
því oftar gæti huggað veslings Gunnar.....
Eiríkur....

Nú er Valdi allri útgerð hættur
en ekki mun þó skaðinn vera bættur.
Skipið það er tapað það sökk í saltan mar
og situr enn í rólegheitum einhversstaðar þar.
Valdimar þú verst í hreppsnefndinni
Valdimar þú bjargar Dalvíkinni.....
Valdimar....

Árni Lár er enn í förum hraður
þó ekki sé hann mikill ökumaður.
Heldur er hann linur við brennivín og bjór
og bölvaði aldrei nokkurntíma fyrr en hann varð stór.
Árni Lár öku- fékk þó prófið
Árni Lár, nú er sárið gróið....
Árni Lár ....

Hugðarefni hans að mörgu lúta
en helst af öllu um pólitík og hrúta.
Íhaldinu erfiður alltaf verður hann,
það er ekki einskisvert að eiga slíkan mann.
Árni minn ennþá hjólar gærum
Árni minn, gráum fyrir hærum....
Árni minn....

Hann Björgúlfur í rólegheitum rambar
af ríkisvínum fremur lítið þambar.
Enda fær hann aldrei í sig hveisu sting
ekki þarf að morgni dags að fá sér afrétting.
Bongi minn brúður þarftu að finna
Bongi minn og vel að henni að hlynna ....
Bongi minn ....

Hafsteinn býr þar fyrir utan ána,
sem allir hlutir stöðugt eru að skána.
En keppnin milli bændanna býsna er þar hörð,
þeir bylta mörgum þúfum og yrkja sína jörð.
Hafsteinn minn þú hyggja skalt þér nærri
Hafsteinn minn Guddi í Svæði er stærri ....
Hafsteinn minn ....

Pálsson Jón var það sem alltaf stækkar,
en pínulítið hárunum þó fækkar.
Verkalýðsins stjarna hann verður eflaust hér.
Voðalega ættarskömm þar frændaliðið sér.
Pálsson Jón þarf pínulítið smakka
Pálsson Jón íhaldið mun hakka....
Pálsson Jón.....

Þarna er stjórnin öll á einu bretti,
engin svipuð finnst á vorum hnetti.
Verka hennar minnast, var víst orðið mál,
enda sjást þau allsstaðar, nú drekkum hennar skál!
Jói minn felltu ekki braginn
Jói minn til hamingju með daginn ....
Jói minn .....