Sumarkoma í Svarfaðardal | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Sumarkoma í Svarfaðardal

Fyrsta ljóðlína:Eftir hörkur, hríðar
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978
Flokkur:Tíðavísur
Eftir hörkur, hríðar
hret og vetrargrand,
blessun betri tíðar
berst nú yfir land.
Öll af hauðri hrökkva
hjarns- og freratök.
Af sér vötn og elfur
ísa- sprengja -þök.

Vorsins hörpuhljómar
hlýir fara um jörð.
Ljóssins læknisdómar
lífga kalinn svörð.
Burtu húmi bægja
birtukvöldin löng.
Fuglar loftin fylla
„ fjarðaþyt og söng “.

Vorið, vinur bestur
vermdu þinni glóð,
kærstur komugestur,
kalda norðurslóð.
Góðir veðurguðir
gróðrar efli þrótt.
Fróni sólríkt sendi
sumar, gott og frjótt.