Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Síðasta vísan mín

Fyrsta ljóðlína:Þegar dauðans móða mig
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ellikvæði

Skýringar

Birt í Norðurslóð 17. nóv. 2005 í tilefni af 90 ára afmæli kvenfélagsins Tilraunar í Svarfaðardal.
Þegar dauðans móða mig
með sér burtu tekur.
Alvalds hönd á öðrum stig
til æðra lífs mig vekur.

Ekkert veita yndi má
allt er dautt sem lifði forðum.
Sjálf er eg orðin gömul, grá
og gengin öll úr réttum skorðum.

Yfir lít eg ævistund
ýmsar myndir þaðan geymi.
Sofna eg hinn síðsta blund
sátt við allt í þessum heimi.