Kveðja | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Kveðja

Fyrsta ljóðlína:Frá okkur í skyndi er farinn
bls.Bls. 35 september 1977
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1977

Skýringar

Kveðja við fráfall Hafsteins Björnssonar miðils 15. ágúst 1977.
Frá okkur í skyndi er farinn
til framtíðarlanda
andinn, sem orkaði að flytja
óminn að handan.
Gaf okkur gleði í harmi
og guðstrúna efldi.
Ljós hinnar lifandi vonar
í lífi okkar kveikti.

Sjónum er horfinn nú sýnum
sá, er fræðsluna veitti.
Greindi af innri auðlegð
undrin hin björtu.
Flutti á fegursta máli
fagnaðarkveðjur.
Sagði með sigrandi orðum
frá sýnunum miklu.

Lifir nú hann, sem er látinn,
í ljósvakans ríki.
Eftir er skarð fyrir skildi
í skugganna heimi.
Geisla frá gæzkunnar föður
þú gafst okkur snauðum.
Drottins guðs eilífi andi
þig umvefur birtu.