Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Minningarorð

Fyrsta ljóðlína:Sorgin ber sífellt að dyrum
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1970

Skýringar

Flutt á fundi í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar 16. júlí 1970 í tilefni af útför Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, konu hans og dóttursonar.
„Um hið sviplega fráfall þeirra og sem gamall nemandi Bjarna og samstarfsmaður um skeið og samþegn vil ég segja þetta, “ eru orð höfundar......
Sorgin ber sífellt að dyrum.
Svíða þá undirnar djúpar.
Við helfréttir hjörtun þau blæða.
Húmar þótt bjart sé að degi.
Áfallið ættingja lamar.
Öll þjóðin grætur í hljóði.
Foringi og forsvari landsins
er fallinn með konu og sveini.

Eldurinn logaði í austri
eyddi og brenndi í skyndi
heill og hamingju margra.
Hann olli slysinu stóra.
Manni mikilla kosta,
merkum af starfi og viti,
leiðtoga lítillar þjóðar
logarnir fjörtjónið veittu.

Fremstur var löngum í fylking.
Frábær í kennslu og rökum.
Um athygli ekkert skorti.
Átti sér jafningja fáa.
Vaskur og vopnfimur þótti.
Vindarnir um hann því léku.
Skapið vel skörungi hæfði.
Skelfdi í orðasennum.

Ábyrgð hann axlaði þunga,
enda var stór í sniðum.
Fann sig orkuna eiga
ættlandi sínu að þjóna.
Mannforráð hlaut og mikil.
Mörgu á braut hrundi.
Stóð ódeigur í stafni
við stjórn á þjóðarknerri.

Eiginkonuna átti,
örugga, trausta og sanna.
Bjarta í blíðu og stríðu.
Blóm þeim uxu á vegi.
Sagan með sínum hætti
sífellt fer og kemur:
„ Ung gafst ég ágætum manni.
Ævinni ljúkum við saman„.

Ungur sveinn með afa
og ömmu tíðum dvaldi.
Augsteinn þeirra og yndi.
Ylgeisli sérhverja stundu.
Fór með þeim ferðir ýmsar.
Fræddist, gladdi og skemmti.
Una mun með þeim eldri
áfram á ljóssins vegum.

Óhappið ógnþrungna gerðist
á okkar helgasta svæði.
Þar fegurðin býr og fjöllin,
fossinn og Almannagjáin.
Eldur þar einnig ríkir.
Óveður geisa stundum.
Svipuð er saga þjóðar
úr sólskini og dimmunni ofin.

Lokið er lífs hér ævi.
Lögmálum verður að hlíta.
sólin á sumardegi
signir þau er dóu.
Minningin myndrík lifir.
Margir um sárin binda.
Guð, er gróðurinn skapar,
gefðu okkur fleiri sem Bjarna.