Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Við opnun íþróttahúss

Fyrsta ljóðlína:Við hyllum í dag í Hafnarfirði
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1971

Skýringar

Flutt við opnun íþróttahúss í Hafnarfirði.
Við hyllum í dag í Hafnarfirði
hús, sem er æskunni vígt.
Traust er bygging og vítt til veggja
og vökul ljósanna dýrð.
Hér skulu afrek ótal unnin
og einlægt á brattann sótt.
Styrkja líkama, anda og orku
og efla sálarþrótt.

Æska að leik, að æfingu og keppni
á hér nú griðarstað.
Léttan mun hlaupið, lyft verður knetti
og lífsfjörið gneista í sal.
Gleði mikil á góðum stundum.
Gaman að hafa þar dvöl.
Hafnfirðingar eldri og yngri
eiga hér kosta völ.

Birtir yfir bæ og firði.
Brosir í heiði sól.
Áfangi góður er að baki.
Áfram skal stöðugt sótt.
Verkefni kalla stærri, stærri.
Starfsins er ekkert hlé.
Reisum af grunni fleiri, fleiri
fögur menningar vé.