Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kveðjuorð

Fyrsta ljóðlína: Norræn samvinna
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Í lok sambandsþings norrænu félaganna varpaði höfundur fram eftirfarandi kveðskap. En gamanmál og glettni einkenna oft samskipti félagsmann.
Norræn samvinna
nú sem fyrrum
huga lyftir
að háleitu marki.
Góðvild auka
gagnmerk kynni.
Víðsýn efla
vináttubönd.

Á sambandsþingið
sóttu að víða
konur og karlar
er kunnu til verka.
Afköst því eru
eftir hætti,
tillögur traustar
og töluð orð.

Þakka ber
þessu liði
störf góð
og styrk í gleði.
Heilla árnum
hópnum fríða
og velfarnaðar
á vegum öllum.