Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Líður að göngum

Fyrsta ljóðlína:Það er reikandi dapur og hryggur minn hugur
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Tregaljóð
Það er reikandi dapur og hryggur minn hugur,
heimþrá í sál minni logar.
Það líður að göngum og eitthvert afl
til öræfanna mig togar.

Í fjallanna þögula, víða veldi
verður hver frjáls og glaður.
Ég finn að þar verð ég þakklátur öllum,
þroskaðri og betri maður.

Ég uni ekki lengur við annir og glaum
en öræfin þrái ég löngum.
Berðu mig heim, þú blær, sem ferð norður
því bráðum líður að göngum.