Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vilhjálmur Björnsson fimmtugur

Fyrsta ljóðlína:Öldin hálf um garð er gengin
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1992
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Ort í tilefni af fimmtugsafmæli Vilhjálms Björnssonar
Öldin hálf um garð er gengin,
geymast atvik stór og smá.
Leiði gleðin góða drenginn,
gæfan þér ei víki frá.

Þó þér finnist árin fljúga,
í fullu starfi ertu nú.
Fáir mundu firðar trúa
að fimmtíu ára værir þú.

Stöðugt ert í starfi dyggur,
þó stundum gerist veður hörð.
Vinum jafnan trúr og tryggur
um tákn hins góða stendur vörð.