Þorrablót | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Þorrablót

Fyrsta ljóðlína:Margir eta mikið hér
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1998

Skýringar

Flutt á Þorrablóti á Rimum 1998
Lag: Yfir kaldan eyðisand
Margir eta mikið hér
menn sem springa núna.
Hákarl, harðfisk, svið og smér
og hrútspung fyrir frúna.

Á þorrablóti þykir mér
þægilegt að vera.
Margir drekka mikið hér
og Magnús líka séra .

Á morgun verða margir víst
sem mega sofa lengi.
Urða-Halli hetjan brýst
hiklaust út á engi.

Er ég rakur eða ei?
eflaust mun hann spyrja.
Og hver var þessi villta mey
sem ég var að gilja.

Ætli hún verði Urðafrú
eftir einhvern tíma.
Og verði mín í von og trú
í villtum ástarbríma.