Jólanótt | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Jólanótt

Fyrsta ljóðlína:Mín berskujól þau einkenndust ekki
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Jólaljóð
Mín bernskujól þau einkenndust ekki
af eintómri ljósadýrð,
en ilmur af bakstri var undurgóður,
sú upplifun verður ei skírð.
Og upp rann kvöldið, sem eftir eg beið
með engla, kerti og söng
og einhverja himneska unaðsstund
sem aldrei var nógu löng.
Þó man eg það best
hve ljúft var að lesa,
loksins er allt varð hljótt.
Í baðstofunni logaði ljós
á lampanum heila nótt.
Það rifjast upp löngu liðin minning
um lífið í gömlum bæ,
sem ól mig upp fram á fullorðins ár
og flest var með öðrum blæ,
en sú glitrandi galdraveröld
sem gjarnan við þekkjum öll.
Breyttu ekki ljós á litlum kertum
lágreistum bæ í höll?