Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einn á ferð

Fyrsta ljóðlína:Þú ert einn á ferð
Viðm.ártal:≈ 1975
Þú ert einn á ferð
um auðan veginn,
stefnulaust
út í stormkalda nótt.

Hvaðan kemurðu?
Hvert ertu að fara?
Ekkert svar,
allt er hljótt.

Fölur máni,
yfir fjallstindi,
siglir himindjúp
í vestur.
Hann er ríkjandi í geimnum.
Þú ert jarðneskur gestur.

Einn á ferð út í nóttina.