Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sumarmorgunn

Fyrsta ljóðlína:Þú sólskinsheiða sumartíð
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Þú sólskinsheiða sumartíð
með söng í grænum mó.
Geislaflóð um grund og hlíð
gleði og hugarró.
Með fuglasöng og sunnanblæ
og sólblik yfir hverjum bæ.
Öllum gróðri gefur skjól
hin glaða morgunsól.

Um mýrarstör og móahrís
fer morgungolan hlý.
Um loftin svífa há og hvít
hitamóðuský.
Mild og ylrík morgunsól
máir skugga af barði og hól.
Blærinn flytur bænarlag
og býður góðan dag.