Útlaginn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Útlaginn

Fyrsta ljóðlína:Er haustaði og húmið grúfðihelfrosna nakta jörð
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Er haustaði og húmið grúfði
helfrosna nakta jörð.
Flýði ég burt úr byggðum
sem bandingi álög hörð.

Síðan ég aleinn sveima
um sanda og bruna hraun.
Sé að byggðin blómgast
og bændurnir fá sín laun.

En útlaginn enginn þekkir
hans angist og harmakvein.
Þau eru skráð og skrifuð
og skorin í harðan stein.

Eirðarlaus einn ég reika
um eyðihljóðan stig.
Ég hef elskað alla
en allir svikið mig.