Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Bréf

Fyrsta ljóðlína:Nú sæki ég að og yrki til þín
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ljóðabréf
Nú sæki ég að og yrki til þín
einfalt ljóðabréf
því efnivið af ýmsu tagi
alltaf nægan hef,
en annað skortir, orðavalið
aldrei reynist nóg
en ég vona að það standist
okkar gáfnapróf.

Fyrir langa löngu síðan
ljóð þú sendir mér,
þó lítið hafi af því orðið
að ég sendi þér
línu til að tjá og þakka
traust og vinarhug
en ég veit þú afsakar
mitt andlausa hugarflug.

Já ég ber þér bestu þakkir
bréfið fyrir þitt.
Það vakti hjá mér vilja
til að vernda þetta og hitt
af andans dýrustu demöntum.
Mér dylst það ekki nú
að ótal þrár og óskir sömu
eigum ég og þú.

Saman ást á sveit og gróðri
sáðmoldinni og því
öllu sem að hefst og hnígur
hennar skauti í.
Hin dökka mold er móðir allra
mild og gjafarík
hún er engri annari
til endurgjalda lík.

Að sá og yrkja eykur gleði
ást og viljaþrek
stælir þann sem óttinn aldrei
undan skyldum vék
en stýrir móti straumi þungum
stefnu í sólarátt
og miðar öll sín mörk og heit
við margt þó geti fátt.

Ef ég mætti yrkja jörð
uppskera og sá
þá væri létt að vinna hart
- vissu marki ná. -
Allt það sem að hjartað heillar
- huga laðar mest -
Hlífðarlausast höndin vinnur
hraðast, dýpst og best.