Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Á nýjársdag 1979

Fyrsta ljóðlína:Sígur yfir skuggi skímugrár
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1979
Flokkur:Tíðavísur
Sígur yfir skuggi skímugrár
mót skörum himins rís hið nýja ár
með kólguél og kuldastorm í fangi.
Bitur óttinn herðir hjarta að,
þó hugurinn í myrkri skynji það
um himinvegu hærra sólin gangi.

Ljóssins faðir þökk af hjarta þér
er þytur yls og birtu um jörðu fer
og þýðir ís og snæ úr frera fjöllum.
Veittu frið og réttu hjálparhönd
lát hlýja geisla ylja freðin lönd
færðu blessun börnum þínum öllum.