Nafnlaust... | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust...

Fyrsta ljóðlína:Ég leitaði þín lengi
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Skáldsþankar
Ég leitaði þín lengi
í gróðurilmi sumarsins
í nöpru kuli haustsins
í ríki vegarins,
þú varst ekki þar.
Nú veit ég
þú varst aldrei til
þú varst óskhyggja mín.